Með Barni er sérhönnuð blanda fyrir konur sem eru barnshafandi, eru að reyna að verða óléttar eða eru með barn á brjósti.
Blandan inniheldur öll helstu vítamín og steinefni í hlutföllum sem eru æskileg fyrir barnshafandi konur. Sem dæmi eru í 3 hylkjum 400mcg af fólínsýru sem er ráðlagður skammtur fyrir barnshafandi. Einnig inniheldur blandan DHA omega 3 fitusýruna sem er sérstaklega mikilvæg fyrir heilaþroska barnsins.
Athugið að Með barni inniheldur A vítamín sem Beta karótín en engin hætta er á ofskömmtun af því eins og af A vítamíni á retinol formi.
Best er að taka Með barni með máltíð.
Laust við : Mjólkurvörur, egg, fisk, skelfisk, trjáhnetur, hveiti, jarðhnetur og soja.