Q-10 ubiquinol er það form kóensíms Q10 sem nýtist okkur best. Það er mun virkara en oxaða formið ubiquinone sem er algengara að finna í bætiefnum.

Þú færð því meiri virkni og meira fyrir peninginn með því að kaupa þetta form.

Kóensím Q10 kemur víða við í líkamanum. Það er að finna í hverri einustu frumu og líkaminn framleiðir það sjálfur en með aldrinum minnkar framleiðslan smátt og smátt. Það er mikilvægt fyrir alla orkuvinnslu, ómissandi fyrir eðlilega starfssemi hjarta og æðakerfis, heila og taugakerfis svo eitthvað sé nefnt.

Co Q10 hefur mikla andoxunarvirkni og inntaka þess er talin geta hjálpað okkur að hægja á öldrun og hrörnun líkamans og jafnvel komið í veg fyrir þróun hjarta og æðasjúkdóma. Rannsóknir hafa t.d. sýnt fram á góð áhrif coQ 10 á blóðþrýsting.

Ubuiquinol frá Gula miðanum er blandað sólblómaolíu.

Laust við: Mjólkurvörur, egg, fisk, skelfisk, trjáhnetur, hveiti og jarðhnetur.

Facebooktwitter

Notkun:
1 perla á dag með mat eða drykk

Magn:
60 perlur

Skammtastærð:
2 mánuðir

Facebooktwitter

Innihald í 1 hylki:
Ubiquinol (reduced coQ10) 50mg.

Önnur innihaldsefni:
Medium chain triglycerides, gelatín, glycerin, ascorbyl palmitate, hreinsað vatn, soja lesitín, bývax og sólblómaolía.

Sidebar