Liðaktín Forte, Glúkósamín, Kondtrótín, MSM og Túrmerik blandan inniheldur glúkósamín, chondroitin, MSM, túrmerik og C-vitamin.

Glúkósamín, chondroitin og MSM eru einstaklega gott teymi þegar kemur að verkjastillingu, viðhaldi og uppbyggingu á brjóski og vefjum.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að blanda glúkósamíns, chondroitin og MSM dregur úr óþægindum og verkjum, sérstaklega í hnjám og mjöðmum, stífum liðum, dregur úr bólgum og auki hreyfigetu einstaklinga. Eins virðist blandan mögulega draga úr frekara niðurbroti á brjóski í liðum. Einnig hafa rannsóknir gefið til kynna að túrmerik sé andoxandi og virðist geta dregið úr bólgum í líkamanum. C-vítamín er andoxunarefni, eykur bæði myndun kollagens og beinbrot virðast gróa hraðar við C – vítamín inntöku.

Athugið! Inniheldur skelfisk (glúkósamínið er unnið úr krabba og rækjuskel)

Pakkað í dökk glerglös sem varðveitir gæði innihaldsefna sem best, ver þau gegn birtu og sólarljósi og gegn mengun frá plastumbúðum. Umhverfisvænar endurvinnanlegar umbúðir.

Geymist á þurrum, köldum stað, þar sem börn sjá ekki og ná ekki til. Ekki skal neyta fæðubótarefna í stað fjölbreyttrar fæðu. Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.

Facebooktwitter

3 töflur á dag með mat.

Virk efni (glúkosamín, súlfat, MSM, Kondroitin súlfat, turmeric, askorbínsýra). (Bindiefni (örkristallaður sellulósi, kroskarmellósanatríum, díkalsíumfosfat), Kekkjavarnarefni (kísildíoxxíð, magnesíumsterat, sterinsýra), húðunarefni (hýdroxýprópýlmetýlsellulósi, glyseról).

Athugið! Inniheldur skelfisk (glúkósamínið er unnið úr krabba og rækjuskel)

Sidebar