Kalk + D-3 inniheldur kalk sítrat auk D3 vítamíns.
Kalk er nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald beina og tanna. Það er mikilvægt fyrir myndun ýmissa ensíma í líkamanum, samdrátt vöðva, sendingu taugaboða, stjórnun hjartsláttar og storknun blóðs.
D-3 vítamín er oft kallað sólarvítamín vegna þess að húðin þarfnast sólargeisla til að framleiða D-vítamín sjálft í líkamanum. Það er í raun ekki síður mikilvægt beinheilsunni en kalk því að við þurfum D vítamín til að taka upp kalkið og nýta það rétt. D vítamín kemur víða við í líkamanum og spilar einnig mikilvæg hlutverk í heilbrigði ónæmiskerfis, hjarta og æðakerfis, heila og taugakerfis svo eitthvað sé nefnt.
Laust við: Mjólkurvörur, egg, fisk, skelfisk, trjáhnetur, jarðhnetur og hveiti.