Járnið í Gula miðanum er auðupptakanlegt og fer vel í magann. Það veldur ekki meltingartruflunum og hægðatregðu eins og sumt járn gerir.

Í blöndunni er einnig C vítamín en það eykur upptöku járns í líkamanum.

Járnbætiefni eins og þetta er notað við blóðleysi af völdum járnskorts og er mikilvægt að láta mæla járnið áður en inntaka hefst. Ekki er ráðlegt að taka inn járnbætiefni nema með staðfestan járnskort.

Best er að taka járnbætiefni ein og sér, ekki með mat, því að ýmis fæða getur minnkað upptöku járns.

Algeng einkenni járnskorts eru orkuleysi, þreyta, slen, fölvi, hand og fótkuldi, minnkuð mótstaða við sýkingum og jafnvel þunglyndi og kvíði.

Þetta eru allt einkenni sem geta einnig átt við aðra kvilla og því alltaf best að láta mæla gildin með blóðprufu.

Laust við mjólkurvörur, egg, fisk, skelfisk, trjáhnetur, jarðhnetur, hveiti og soja.

Facebooktwitter

Notkun:
1 tafla á dag með mat.

Magn:
60 töflur

Skammtastærð:
2 mánuðir

Facebooktwitter

Innihald í 1 töflu:
Járn (ferrous fumarate) 20mg, C vítamín (askorbínsýra) 200mg.

Önnur innihaldsefni:
Dicalcium phosphate, microcrystalline cellulose, sterkja, stearic acid, pharmaceutical glaze, silicon dioxide, calcium stearate, talkúm.

Sidebar