Psyllium husk er helst þekkt fyrir eiginleika sína til að auka þarmahreyfingar og virkar þannig sem bæði hægðarlosandi og til að halda reglu á hægðunum. Husk frá Gula miðanum inniheldur hreint psyllium husk. Psyllium er tegund trefja unnið úr fræum plöntunnar Plantago ovata sem hefur líka verið þekkt undir heitinu desert Indianwheat.

Psyllium husk trefjarnar eru gæddar þeim eiginleika að þær drekka í sig meiri vökva en flestar aðrar trefjar ásamt því að innihalda svokallað jurtaslím. Við inntöku breytist psyllium husk því í hlaupkenndan massa sem heldur hægðunum mjúkum og kemur þeim í gegnum meltingarfærin. Til viðbótar við hægðarlosandi eiginleika sína virðist husk einnig hafa jákvæð áhrif á kólesterólið.

Husk frá Gula miðanum inniheldur engin aukaefni og hentar fyrir vegan.

Facebooktwitter

2-3 hylki á dag með 250ml vökva

Inniheldur hreint psyllium husk.

Sidebar