B-12 vítamín inniheldur B12, B6 og fólinsýru.

Vítamín B-12 eða kóbalamín er vatnsleysanlegt vítamín. B-12 er nauðsynlegt fyrir heilbrigðan vöxt fruma, frumuskiptingu, heilbrigði tauga, húðar og slímhúðar, B-12 er einnig mikilvægt fyrir eðlilega blóðmyndun. Þessi blanda B vítamína hefur mikið verið rannsökuð í sambandi við ýmsa heila og taugasjúkdóma og niðurstöðurnar verið afgerandi góðar þeim í hag. B-12 er nauðsynlegt fyrir efnaskipti próteina, fitu og kolvetna. Það er nauðsynlegt fyrir allan frumuvöxt, sérstaklega í meltingarfærum, beinmerg og taugavefjum.

B12 skortur er nokkuð algengur, sérstaklega með hækkandi aldri því hæfnin til að taka upp B12 dalar oft með aldrinum.

Skorts einkenni eru aðallega blóðleysi, þreyta, aukin sýkingarhætta, aukning á marblettum, skert hreyfigeta í útlimum, minnistap, sjóntruflanir og rugluð hugsun. Jurtafæði er mjög snautt af B-12 vítmíni. Því þurfa grænmetisætur og þau sem eru vegan sérstaklega að passa að fá nóg.

Laust við: Mjólkurvörur, egg, fisk, skelfisk, trjáhnetur, jarðhnetur, hveiti og soja.

Facebooktwitter

Notkun:
1 tafla á dag með mat.

Magn:
90 töflur

Skammtastærð:
3 mánuðir

Facebooktwitter

Innihald í 1 töflu:
B12 (cyanocobalamin) 100mcg, B6 (pyridoxine HCl) 5mg, fólínsýra 100mcg.

Önnur innihaldsefni:
Dicalcium phosphate, microcrystalline cellulose, sterkja, stearic acid, magnesium stearate, silicon dioxide.

Sidebar