Þann 1. október hefst átakið Bleika slaufan hjá Krabbameinsfélaginu. Guli miðinn mun skipta um búning af því tilefni eins og síðastliðin ár. Þrjú bætiefni Gula miðans verða bleik og renna 200 kr. af hverju seldu bleiku glasi til Bleiku slaufunnar. Bleiku vítamínin eru:

🌸 D-3 vítamín.
🌸 Múlti Vít fjölvítamín
🌸 Acidophilus Plús

Í ár mun söfnunarfé Bleiku slaufunnar verða nýtt til að auka forvarnir, eftirlit og bæta gæði meðferða. Með þessu er möguleiki að fækka þeim sem greinast, fjölga þeim sem lifa og bæta lífsgæði þeirra sem hafa greinst og fjölskyldna þeirra.

Við hvetjum alla til að huga vel að heilsunni og láta gott af sér leiða á sama tíma.

Kynntu þér verkefni Bleiku slaufunnar á heimasíðu þeirra hér

Guli miðinn fæst í stórmörkuðum, apótekum og í heilsuvöruverslunum. Hann fæst einnig í netverslun Heimkaupa, Nettó, Heilsuhússins og Lyfju.

Facebooktwitter