Kalk vítamín

Kalk

Kalk, öðru nafni kalsíum er það steinefni sem mest er af í líkamanum. Það er um 1,5 til 2% af líkamsþyngd, þar af 99% í beinum. Kalk er nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald beina og tanna. Það er mikilvægt fyrir myndun ensíma í líkamanum. Samdráttur vöðva, sending rafboða, stjórnun hjartsláttar og storknun blóðs þarfnast kalks. Rannsóknir benda til að kalk geti lækkað blóðþrýsting, minnkað blóðfitu og dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum.

Skortur á kalki er því miður algengur og fer vaxandi sér í lagi hjá konum og eldra fólki. Alvarlegustu einkenni kalkskorts er beinþynning (beingisnun).

Guli miðinn Kalk 60 töflur

Kalk er helst að finna í flestum tegundum hrás grænmetis, sérstaklega í dökkgrænu grænmeti, sesamfræjum, sólblómafræjum, höfrum, hirsi, sojabaunum og sojaafurðum, einnig sardínum, laxi, þara, hnetum og þurrkuðum baunum. Þekktasta uppspretta kalks og sú vinsælasta er mjólk og mjólkurvörur. Hámarksupptaka kalks fæst sé þess neytt samhliða D-vítamíni, ómega-3 fitusýrum (EPA) sem er til dæmis í lýsi og ómega-6 fitusýrum (GLA), sem er að finna í náttljósarolíu.

Kalktöflur fást í margskonar formi og er kalsíum karbonat sennilega eitt algengasta form kalks. Hins vegar er kalsíum sítrat sennilega betra kalk, því rannsóknir sem framkvæmdar voru við UK Southwestern Medical Center í Dallas í Texas sýna ótvírætt að kalsíum sítrat frásogast mun betur í líkamanum en kalsíum karbonat og nýtist því mun betur til að fyrirbyggja beinþynningu.

Skortseinkenni á kalki auk beinþynningar eru beinkröm, beinmeira, minnkuð kyngeta, tanngníst, stökkar neglur, exem, hækkað kólesteról, háþrýstingur, svefnleysi, vöðvakrampar, taugaveiklun, almennur slappleiki, tannskemmdir, dofi í útlimum, þunglyndi og ofvirkni.

Konur á meðgöngutíma og konur með barn á brjósti þurfa sérstaklega á kalki að halda. Kalk og járn eru þau steinefni sem konur helst skortir.

Áfengi, kaffi, skyndifæði, mikið salt, mikið hvítt hveiti og mikil fita eru gagnvirk kalki. Einnig fæðutegundir sem innihalda oxalsýru svo sem rabarbari, kakó og spínat.

Ráðlagðir dagsskammtar eru:

  • ungbörn 0-6 mánaða: 360 mg
  • 6-12 mánaða: 540 mg
  • börn 1-10 ára: 800 mg
  • karlar 11-18 ára: 1200 mg
  • karlar eldri en 18 ára: 800 mg
  • konur 11-18 ára: 1200 mg
  • konur eldri en 18 ára: 800 mg
  • þungaðar konur: 1200 mg
  • konur með barn á brjósti 1200 mg

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.

Mynd: unssplash.com

Scroll to Top