GuliMidinn-Frodleikur-900x500


Vítamín og steinefni eru ein mikilvægustu efnin sem við gleymum oft að passa uppá að séu á matseðilinum hjá okkur. Vítamín og steinefni eru okkur mikilsverð til viðhalda almennu heilbrigði. Ráðlagðir dagskammtar eru lágmarksskammtar sem þýðir að við þurfum nauðsynlega það magn til að vera heilbrigð og halda allri almennri líkamsstarfsemi gangandi.Heilbrigt fólk sem er mjög aktívt ætti samt að taka aukalega vítamín og steinefni, sérstaklega þeir sem æfa mikið því líkaminn gengur mjög hratt á steinefnin þegar við svitnum. Streita, megrunarkúrar, og þeir sem glíma við geðræna sjúkdóma ættu að taka aukalega steinefni, einnig konur sem taka getnaðarvarnar pillur. Auk þess að borða hollan mat, æfa vel og viðhafa jákvætt viðhorf til lífsins þá er tvennt sem allir ættu að gera til að koma í veg fyrir veikindi og sjúkdóma, það er að taka Múltí  vítamín blöndur og steinefni reglulega. Ef þér hefur tekist að halda hamingju og gleði í þínu lífi þá ættir þú að vera hressari og orkumeiri og það er eitthvað sem allir eiga skilið. Náttúran hefur flest svörin sem við þurfum til að halda okkur heilbriðgum og hamingjusömum.

Það er byggt á misskilningi að forðast eigi alla fitu, sem betur fer hefur það breyst fólk er farið að skilja hversu mikilvægt er að innbyrða góða fitu, til að halda mýkt og auka fitubrennslu.Það vill gleymast að fitutegundir eru margskonar og að við þurfum á fitu að halda til að viðhalda heilbrigðri sál í hraustum líkama. Góð fita er holl fyrir okkur, hún gegnir mikilvægu hlutverki í efnaskiptum líkamans þannig að hann starfi eðlilega.Slæm fita er sú sem hækkar kólesteról, stíflar æðar og veldur offitu og slæmum sjúkdómum, en góð fita er nauðsynleg til að við höldum fallegri húð, til að fyrirbyggja hjartasjúkdóma og jafnvel til að stuðla að betra geðheilbrigði.Við þurfum lífsnauðsynlegar fitusýrur m.a. fyrir eðlilega starfsemi og heilbrigði sjónhimnu, taugaboða í heila, taugavefs og nýrnahetta. Skortur á fitusýrum getur m.a. stafað af einhæfri fæðu eða streitu. Omega-3 og -6 eru fitusýrur sem flokkast hvorar um sig í undirflokka og tilheyra “góða” fituhópnum. Þær eru hluti af þeim lífsnauðsynlegu fitusýrum sem við þurfum en líkaminn getur ekki framleitt sjálfur. Við þurfum því að gæta þess að fá þær úr fæðunni. Þær er að finna í ýmsum fæðutegundum t.d. feitum fiski eins laxi, túnfiski og makríl einnig fást lífsnauðsynlegar fitusýrur úr korni, olíu, hnetum og sojabaunum. Bestu omega olíurnar eru úr hörfræjum, eða fiski.Mikilvægt er að jafnvægi ríkji milli neyslu á omega-3 og -6, en matarræði hins vestræna heims inniheldur mun meira af omega-6 (jurtaolíum) en af omega-3. Það getur valdið vandræðum í líkamanum þar sem of mikið af omega-6 dregur úr upptöku á omega-3. Hins vegar dregur mikil neysla af omega-3 ekki úr upptöku á omega-6. Omega-3 fitusýrur skiptast í EPA (eikósapentanósýru) og DHA (dokósahexanó-sýru). Það er löngu þekkt að EPA gegnir mikilvægu hlutverki í styrkingu á kransæðakerfinu, þ.e. haldi kransæðunum “hreinum” og minnki líkur á hjartasjúkdómum. Hins vegar er styttra síðan að ágæti DHA uppgötvaðist í tengslum við heilastarfsemi og sjón. Stór hluti heilans og augna er gerður úr fitusýrum, að stærstum hluta DHA og AA (arakídónsýru) en þá síðarnefndu vinnur líkaminn úr omega-6. Þessar fitusýrur sjá til þess að taugafrumur starfi eðlilega og að boðin milli þeirra í heilanum fari eðlilega fram. Þær hafa því áhrif á minni, einbeitingu, tal og hreyfiþroska. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á skort á ákveðnum fitusýrum í ofvirkum börnum. Fyrir þá sem nota omega fitusýrur til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma er upplagt að nota omega 3 með hvítlauk, því hvítlaukurinn stuðlar einnig að heilbrigði hjarta og æða. Mikilvægt er að taka omega 3 í fljótandi formi eða sem bætiefni en þá alltaf í perlum því það nýtist líkamanum miklu betur. Best er að taka olíuna hreina en ekki með viðbættum bragðefnum. Í Gula miðanum er:

  • Lífræn kaldpressuð hörfræolía, en það er hreinasta og besta form hörfræolíu sem hægt er að fá.
  • Mega omega perlur eru gerðar úr fiskiolíu.


Vítamín eru nauðsynleg til að halda okkur hraustum og frískum, þetta eru næringarefni sem líkaminn þarf á að halda til að vinna eins og hann á að gera og til að viðhalda almennri vellíðan og heilsu.Vítamín ýta undir góða heilsu með því að koma reglu á efnaskiptin og aðstoða við eðlilegt ferli líkamans til að fá orku og önnur næringarefni úr fæðunni. Vítamín eru talin micro næringarefni því líkaminn þarf þau í minna mæli heldur en prótein, fitu, kolvetni og vatn. En þau spila stórt skref til að viðhalda heilbrigði og fjölbreytileika í næringunni. Af öllum mikilvægustu vítamínunum er hluti þeirra uppleysanleg í vatni önnur í olíu. Vatnsleysanleg vítamín þarf að taka inn á hverjum degi. Þau geymast ekki í líkamanum heldur hreinsast umfram magn eða það sem líkaminn ekki nýtir út með þvagi og svita á umþað bil 4 tímum til sólarhrings. Þar á meðal eru C-vítamín og öll B-vítamín. Fituleysanleg vítamín geymast lengur í líkamanum, í fituvef og lifur. Það eru A-, D-, E- og K-vítamín. Við þurfum báðar tegundir vítamína vatnsleysanleg og fituleysanleg til að halda líkamanum vel gangandi.Að hafa réttar blöndur af vítamínum er mjög mikilvægt. Of mikið af stökum sérhæfðum vítamínum getur unnið á móti öðrum flokki vítamína innan sömu tegunda t.d ef tekin er sterkur skammtur af einhverri ákveðinni tegund af B-vítamíni þá gæti önnur tegund af B-vítamíni sýnt skort. Vítamínin geta þannig unnið á móti hvort öðru þess vegna er svo mikilvægt að þau séu tekin í hárréttum blöndum. Samhæfing er fyrirbæri þar sem tvær eða fleiri tegundir vítamína styrkja hvor aðra meira heldur en ef hvor væri tekin fyrir sig. Samhæfing vítamín er mjög mikilvæg til að viðhalda jafnvægi og að öll vítaminin nýtist eins og þau eiga að gera. Nátturuleg form vítamína í blöndum er nauðsynlegt til að prótein binding geti orðið og þannig vinnur líkaminn betur úr þeim. Best er að taka vítamín með mat og í raun nauðsynlegt til að samhæfing næringarinnar og vítamínanna vinni best og mest saman. Í Gula miðanum eru margar stakar vítamín tegundir og einnig blöndur sem hafa verið sérhannaðar fyrir Íslendinga.


Allar frumur líkamans treysta á stein-snefilefni fyrir rétta virkni og uppbyggingu. Stein og snefilefni þarf til að viðhalda réttri samsetningu líkamsvökvans til myndunar blóðs og beina og fyrir almenna tauga- og vöðvavirkni þar á meðal vöðva í æðakerfinu. Eins og vítamín þá virka stein-snefilefni best saman til að viðhalda almennri virkni líkamans, ásamt orkumyndun, vöxt og heilun líkamans. Steinefni eru líka mikilvæg til að upptaka líkamans á vítamínum og öðrum næringarefnuum í fæðunni verði sem best.Líkaminn er eins náttúran það þarf að viðhalda eðlilegu jafnvægi milli vatns, steinefna og sólar. Til að öðlast þetta jafnvægi þá verða öll steinefni að vera í hárréttu hlutfalli við hvort annað. Ef eitt steinefni riðlast þá fer allt jafnvægi úr skorðum, ef þetta er ekki leiðrétt hratt og örugglega þá getur það haft keðjuverkandi áhrif og leitt til veikinda og vandamála.Þegar líkaminn hefur upptekið stein-snefilefnin, þá þarf það að berast með blóðinu yfir fumuhimnurnar og þangað sem frumurnar geta nýtt það sem best. Trefjar trufla upptöku líkamans á stein-snefilefnum og ætti því aldrei að taka saman, heldur á sitthvorum tíma dagsins.Í Gula miðanum erum við með:

  • Kalk blöndur sem miðast við að bæta kalkupptöku líkamans á einfaldan máta
  • Kalk magnesíum blöndur í réttu jafnvægi við hvort annað
  • Sink
  • Króm
  • Járn
  • Steinefnablöndu sem inniheldur öll steinefni sem við þurfum á að halda til að byggja upp orku eftir æfingar


Jurtir hafa verið notaðar í aldir til að vinna á ýmsum meinum sem fólk hefur átt við að glíma í gegnum tíðina. Heimildir sýna að Rómverjar, Egyptar og Rersar notuðu jurtir til að reyna að lækna eða draga úr einkennum flestra sjúkdóma.Margar jurtir innhalda öflugt innihald sem ef rétt er notað getur hjálpað við að heila líkamann. Lyfjaiðnaðurinn var upphaflega og er enn mikið byggður á jurtum og einöngruðum efnum úr þeim, sem gera þau beinskeyttari gegn ákveðnum einkennum sjúkdóma. Grasalæknar vilja samt meina að oft sé betra að taka alla jurtina því hún innihaldi oftast fleiri virk efni sem styðja við og virkja betur virku efni jurtanna.Áður voru jurtir mikið notaðar um allan heim (eins og t.d fjallagrösin á íslandi sem voru talin einstaklega næringarrík og bæta magaverki) en notkun þeirra hefur verið takmörkuð töluvert með reglugerðum til að vernda lyfjaiðnaðinn. Í mörgum tilfellum erum við að taka inn í lyfjaformi jurtir sem hafa verið einangraðar og fylltar með allskyns bindiefnum, í stað þess að taka inn heilar jurtir sem eru oft virkari. Sem betur fer hefur þó orðið vakning sérstaklega í Evrópu með rannsóknir á heilum jurtum, en ennþá er þetta bara brot af þeim virku jurtum sem grasalæknar og fornar hefðir segja til um að geri mikið gagn gegn algengum sjúkdómum. Við erum ennþá að uppgötva einstaka eiginleika jurta við matargerð og í bætiefnum sem geta hjálpað okkur til að viðhalda jafnvægi á andlegri og líkamlegri heilsu okkar, og hreinlega lagað.Apótek náttúrunnar er fullt af lausnum. Margar jurtir eru ríkar af efnasamböndum sem gefa okkur mikinn ávinning á vissa vefi og líffæri, og eru þess vegna notuð sem meðul sem hlúa að, lækna og koma í veg fyrir sjúkdóma. Jurtir geta nært ónæmiskerfið, styrkt lifrarstarfsemi og hormónastarfsemi líkamans og hjálpað gegn náttblindu ásamt mörgum öðrum kvillum. Í Gula miðanum erum við með eftirfarandi jurtir og blöndur: