Frábærar viðtökur á Bleika miðanum

Oct07
Bleiki miðinn gefur 200 kr af hverju keyptu glasi.

Fallegur á að líta

Það hafa verið frábærar viðtökur við átakinu okkar með Bleika miðann. Múltí vít í Bleika miðanum er alveg að verða uppselt. Við vonuðumst eftir góðum viðtökum og við erum sko alsæl með viðbrögðin.

Núna ætti Bleiki miðinn að fást í flestum matvöruverslunum, apótekum og heilsubúðum. Höldum áfram að vinna í eigin forvörnum mætum í krabbameinsskoðun þegar við erum boðuð, engin ástæða til annars, og tökum vítamínin okkar. Áfram bleiki miðinn.

Bleiki miðinn í október 2014

Sep30

Afhending bleika miðansVítamín og bætiefnalínan Guli miðinn breytir um lit og verður Bleiki miðinn í október 2014.

Í tilefni árlegs söfnunarátaks Bleiku slaufunnar í október,  verður samstarf milli Krabbameinsfélags Íslands og Heilsu ehf.  Þrjár algengustu og mest seldu vörurnar í  bætiefnalínu Gula miðans  Múltí vít, Mega Omega 3 og D-3 vítamín verða  í bleikum búning út október 2014 til styrktar  forvarnarstarfi Bleiku slaufunnar  í baráttunni gegn krabbameini í konum.  200 kr af hverju seldu glasi rennur til styrktar Bleiku slaufunni.  Vörurnar með Bleika miðanum verður  til sölu á öllum útsölustöðum  Gula miðans í október 2014.

Á mánudag  afhenti  Hafdís Guðmundsdóttir markaðsstjóri  Heilsu, Ragnheiði Haraldsdóttur forstjóra Krabbameinsfélagsins fyrstu  glösin með Bleika miðanum.

 

Hárkúr virkar vel hjá þeim sem eru að upplifa hárlos.

May26

GuliMidinn-Harkur-900x500

Hárkúr er að gera góða hluti fyrir marga extra glans og sterkara hár. Vorum að setja inn nýja umsögn sem okkur barst fyrr á þessu ári. Við mælum með fyrir fallegt og gott hár að taka Hárkúr, þaratöflur og hörfræolíu. Þið fáið Gula miðann í öllum apótekum, Heilsuhúsum og matvöruverslunum.

Nýjar umbúðir Gula Miðans

Apr14

Í dag 14. apríl koma í verslanir nýjar umbúðir Gula Miðans.

 

Í yfir tuttugu og fimm ár,
var einn miði,
nú kynnum við hann,
í nýju sniði.

 

Sidebar