Nýtt ár – ný byrjun! Hugsaðu um heilsuna allan ársins hring !

Jan02

Á áramótum eru margir sem setja sér áramótaheiti, þeir ætla að hreyfa sig meira, fara út að hlaupa eða í ræktina á hverjum degi. Það er frábært að setja sér markmið og ennþá betra
er það þegar við stöndum við markmiðin 🙂
Það er samt svo ánægjulegt að sjá að það er fullt af fólki sem hefur þetta sem lífstíl, hreyfingu og hollt mataræði. Sama hvað öllum heitum líður þá er alltaf nauðsynlegt að taka D-vítamín á veturnar, sérstaklega yfir háveturinn 🙂 D- vítamínið hjálpar okkur til að viðhalda góðri geðheilsu og efla ónæmisD vítamín kerfið. Gleðilegt 2015

Ágóðinn af Bleika miðanum til Krabbameinsfélagsins

Dec03
Bleiki miðinn gaf Krabbameinsfélaginu eina milljón

Bleiki miðinn afhenti Krabbameinsfélaginu eina milljón

Guli miðinn styrkir Krabbameinsfélagið um eina milljón króna

Í október breytti vítamín-og bætiefnalínan Guli miðinn um lit og varð Bleiki miðinn.  Tilefnið var  árleg söfnun Bleiku slaufunnar í október. Þrjár algengustu og mest seldu vörurnar í  vítamínlínu Gula miðans  Múltí vít, Mega Omega 3 og D-3 vítamín voru settar í bleikan  búning út október 2014 til styrktar baráttunni gegn krabbameini í konum.  200 kr. af hverju seldu glasi rann  til styrktar Krabbameinsfélagsins.

Í gær  afhenti  Hafdís Guðmundsdóttir markaðsstjóri  Heilsu,  Þresti Árna Gunnarsyni  fjármálastjóra Krabbameinsfélagsins eina milljón króna sem safnaðist í átakinu.  Hafdís segir að átakið hafi gengið vonum framar og  þakkar öllum kærlega fyrir kaupin á Bleika miðanum og  aðstoðina við að styrkja Krabbameinsfélagið til áframhaldandi góðrar vinnu við forvarnir gegn krabbameini.

 

Frábærar viðtökur á Bleika miðanum

Oct07
Bleiki miðinn gefur 200 kr af hverju keyptu glasi.

Fallegur á að líta

Það hafa verið frábærar viðtökur við átakinu okkar með Bleika miðann. Múltí vít í Bleika miðanum er alveg að verða uppselt. Við vonuðumst eftir góðum viðtökum og við erum sko alsæl með viðbrögðin.

Núna ætti Bleiki miðinn að fást í flestum matvöruverslunum, apótekum og heilsubúðum. Höldum áfram að vinna í eigin forvörnum mætum í krabbameinsskoðun þegar við erum boðuð, engin ástæða til annars, og tökum vítamínin okkar. Áfram bleiki miðinn.

Bleiki miðinn í október 2014

Sep30

Afhending bleika miðansVítamín og bætiefnalínan Guli miðinn breytir um lit og verður Bleiki miðinn í október 2014.

Í tilefni árlegs söfnunarátaks Bleiku slaufunnar í október,  verður samstarf milli Krabbameinsfélags Íslands og Heilsu ehf.  Þrjár algengustu og mest seldu vörurnar í  bætiefnalínu Gula miðans  Múltí vít, Mega Omega 3 og D-3 vítamín verða  í bleikum búning út október 2014 til styrktar  forvarnarstarfi Bleiku slaufunnar  í baráttunni gegn krabbameini í konum.  200 kr af hverju seldu glasi rennur til styrktar Bleiku slaufunni.  Vörurnar með Bleika miðanum verður  til sölu á öllum útsölustöðum  Gula miðans í október 2014.

Á mánudag  afhenti  Hafdís Guðmundsdóttir markaðsstjóri  Heilsu, Ragnheiði Haraldsdóttur forstjóra Krabbameinsfélagsins fyrstu  glösin með Bleika miðanum.

 

Nýtt nýtt !!!! Guli miðinn, fyrir bein og þroska.

Sep04

Núna eru komnar 3 nýjar tegundir í Gula miðanum sem eru allar hannaðar fyrir þá sem búa á íslandi og þeirra þarfir.

Allar nýju blöndurnar eru í jurtahylkjum sem fer miklu betur í maga á flestum og nýtingin á bætiefnunum verður miklu betri.

Fyrst er að nefna,  Guli Miðinn Kal+Mag+Sink með HCL, sem hjálpar við upptöku steinefnanna í líkamanum. Það hentar þeim sem er með háar eða of lágar magasýrur og eiga erfitt með að melta steinefni.

Svo er það  Guli Miðinn Beinablanda sem er fullkomin blanda steinefna og vítamína, til að viðhalda góðum beinmassa og koma í veg fyrir beinþynningu. Þessi bætiefni vinna saman

til að hámarka upptöku kalks í líkamanum.

Að endingu er það Guli miðinn Fólínsýra en hún hefur aldrei verið til í Gula miðanum áður en þetta er eitt af mikilvægari B- vítamínunum fyrir ófrískar konur til að eignast heilbrigð börn,  og svo stuðlar það eðlilegu hjarta og æðakerfi.

Fólínsýra

Fólínsýra inniheldur B-12

Beinablanda

Beinablanda

Kal+mag+sink með HCL

Kalk+magn+sink með HCL

Sidebar