Afhending bleika miðansVítamín og bætiefnalínan Guli miðinn breytir um lit og verður Bleiki miðinn í október 2014.

Í tilefni árlegs söfnunarátaks Bleiku slaufunnar í október,  verður samstarf milli Krabbameinsfélags Íslands og Heilsu ehf.  Þrjár algengustu og mest seldu vörurnar í  bætiefnalínu Gula miðans  Múltí vít, Mega Omega 3 og D-3 vítamín verða  í bleikum búning út október 2014 til styrktar  forvarnarstarfi Bleiku slaufunnar  í baráttunni gegn krabbameini í konum.  200 kr af hverju seldu glasi rennur til styrktar Bleiku slaufunni.  Vörurnar með Bleika miðanum verður  til sölu á öllum útsölustöðum  Gula miðans í október 2014.

Á mánudag  afhenti  Hafdís Guðmundsdóttir markaðsstjóri  Heilsu, Ragnheiði Haraldsdóttur forstjóra Krabbameinsfélagsins fyrstu  glösin með Bleika miðanum.

 

Facebooktwitter