Guli miðinn fer í bleikan búning í október

Sep27

Þann 1. október hefst átakið Bleika slaufan hjá Krabbameinsfélaginu. Guli miðinn mun skipta um búning af því tilefni eins og síðastliðin ár. Þrjú bætiefni Gula miðans verða bleik og renna 200 kr. af hverju seldu bleiku glasi til Bleiku slaufunnar. Bleiku vítamínin eru:

🌸 D-3 vítamín.
🌸 Múlti Vít fjölvítamín
🌸 Acidophilus Plús

Í ár mun söfnunarfé Bleiku slaufunnar verða nýtt til að auka forvarnir, eftirlit og bæta gæði meðferða. Með þessu er möguleiki að fækka þeim sem greinast, fjölga þeim sem lifa og bæta lífsgæði þeirra sem hafa greinst og fjölskyldna þeirra.

Við hvetjum alla til að huga vel að heilsunni og láta gott af sér leiða á sama tíma.

Kynntu þér verkefni Bleiku slaufunnar á heimasíðu þeirra hér

Guli miðinn fæst í stórmörkuðum, apótekum og í heilsuvöruverslunum. Hann fæst einnig í netverslun Heimkaupa, Nettó, Heilsuhússins og Lyfju.

B12 1000mg, 60 sugutöflur

Sep23

Vissir þú að skortur á B12 vítamíni er talsvert algengur og fer vaxandi í dag? B12 frá Gula miðanum er sérhannaðar fyrir þig, með hámarks upptöku í huga. Bragðgóðar sugutöflur sem leysast hægt upp í munni og upptaka vítamínsins fer fram í gegn um slímhúð munns og munnhols. Fullkomin og þægileg leið til að sjá líkamanum daglega fyrir nægum skammti af B12.

Einkenni skorts á B12 vítamíni geta verið lúmsk og koma helst fram í:

 • Þreytu
 • Aukinni mæði
 • Svima
 • Örum hjartslætti

Inntaka á B12 getur verið frískandi fyrir flesta en þó eru ákveðnir hópar fólks sem frekar en aðrir gætu haft gagn af inntöku á B12 vítamíni.

 • Vegan (grænkerar)
 • Grænmetisætur
 • Eldri borgarar
 • Einstaklingar sem taka inn sýruhamlandi lyf
 • Einstaklingar sem þjást af meltingarfærasjúkdómum
 • Þungaðar konur og fleiri.

B12 frá Gula miðanum er sérhannaðar fyrir þig, með hámarks upptöku í huga.

Bragðgóðar sugutöflur sem leysast hægt upp í munni og upptaka vítamínsins fer fram í gegn um slímhúð munns og munnhols. Fullkomin og þægileg leið til að sjá líkamanum daglega fyrir nægum skammti af B12.

B12 1000mcg frá Gula miðanum getur stuðlað að:

 • Meiri orku og vellíðan
 • Eðlilegri blóðmyndun
 • Sterku hjarta og æðakerfi
 • Góðu andlegu jafnvægi
 • Betri svefni
 • Betri meltingu
 • Heilbrigðri húð, hári og nöglum

1000mcg í hverri sugutöflu . Látið töfluna bráða í munni, best að taka inn að morgni

Sidebar